Segja upp leigusamningum við félag Davíðs

Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur sagt upp samningi sínum við Víetnam …
Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur sagt upp samningi sínum við Víetnam Cuisine ehf. vegna húsnæðis að Tryggvagötu 20. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjelagið eign­ar­halds­fé­lag ehf. hef­ur sagt upp samn­ing­um sín­um við Vietnamese Cuis­ine ehf. sem er í eigu Davíðs Viðars­son­ar, sem er einn þeirra sem hand­tekn­ir hafa verið vegna gruns um man­sal, pen­ingaþvætti og skipu­lagða brot­a­starf­semi. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­manni Fjelags­ins eign­ar­halds­fé­lags voru tvær eign­ir fé­lags­ins í út­leigu hjá Vietnamese Cuis­ine ehf. Annað hús­anna var að Vest­ur­götu 2 þar sem Kaffi Reykja­vík var áður til húsa.

Til stóð að opna þar mat­höll en samn­ingi var rift þann 7. mars vegna vanefnda að því er fram kem­ur í máli lög­manns fé­lags­ins. Var það ein­ung­is tveim­ur dög­um eft­ir að lög­regla hand­tók sex ein­stak­linga af víet­nömsk­um upp­runa eft­ir um­fangs­mikl­ar lög­regluaðgerðir. 

Eig­andi eign­ar­inn­ar að Vest­ur­götu 20 hef­ur nú þegar hafið vinnu við frek­ari þróun eign­ar­inn­ar, meðal ann­ars með sam­töl­um við áhuga­sama aðila um rekst­ur í eign­inni,“ seg­ir lögmaður­inn.

Leigusamningum félaga í eigu Davíðs hefur verið sagt upp.
Leigu­samn­ing­um fé­laga í eigu Davíðs hef­ur verið sagt upp. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafa sagt upp samn­ingi á Tryggvagötu líka 

Þá kem­ur einnig fram að Fjelagið ehf hafi sagt upp samn­ingi sín­um við Víet­nam Cuis­ine ehf. vegna hús­næðis að Tryggvagötu 20. Þar hef­ur verið starf­rækt­ur veit­ingastaður­inn Pho Vietnam.  

Pho Vietnam hef­ur verið með starf­semi á fimm stöðum í Reykja­vík. Lauga­vegi 3, Lauga­vegi 101, Suður­lands­braut 8, Skóla­vörðustíg 42 og Tryggvagötu 20. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert