Turn samsettur úr stáleiningum

Fyrirhugað Radisson Red-hótel á Skúlagötu 26 í Reykjavík. Stefnt er …
Fyrirhugað Radisson Red-hótel á Skúlagötu 26 í Reykjavík. Stefnt er að opnun fyrir sumarið 2025. Teikningar/Kettle Collective og Art-verk

Fyrirhugaður hótelturn við Skúlagötu í Reykjavík verður að hluta samsettur úr forsmíðuðum stáleiningum.

Einar Þór Ingólfsson, verkfræðingur í Danmörku og hönnuður burðarvirkisins, segir bygginguna um margt brjóta blað í byggingarsögu Íslands.

Hótelið verður rekið undir merkjum Radisson Red og er áformað að taka það í notkun vorið 2025.

Búið er að steypa kjallara hótelsins og bíða framkvæmdaaðilar eftir byggingarleyfi til að steypa upp lyftu- og stigahúsið sem stáleiningarnar verða raðaðar utan um.

Einar Þór er meðeigandi KI verkfræðistofu í Kaupmannahöfn, eða KI Rådgivende Ingeniører, en KI er skammstöfun fyrir eftirnöfn stofnendanna, þeirra Jørgens Krabbenhøfts og Einars Þórs Ingólfssonar.

Krabbenhøft stofnaði stofuna árið 2009 undir eigin nafni og var nafni hennar svo breytt þegar Einar Þór varð meðeigandi.

Á þaki 17. hæðar hótelsins verður útsýnisverönd.
Á þaki 17. hæðar hótelsins verður útsýnisverönd. Teikningar/Kettle Collective og Art-verk

Síðan árið 1994

„Ég hef búið í Danmörku síðan 1994 en ég flutti hingað sem barn með foreldrum mínum þegar pabbi fékk starf hér. Foreldrar mínir eru Ingólfur Kristjánsson efnaverkfræðingur og Ólafía Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau fluttu aftur til Íslands árið 2006 og pabbi starfar nú hjá Eflu verkfræðistofu en mamma fór á eftirlaun sl. sumar,“ segir Einar Þór sem býr í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu og þremur börnum.

Hann fetaði í fótspor föður síns og lærði verkfræði.

„Árið 2001 hóf ég nám við Tækniháskóla Danmerkur (DTU) og lauk meistaranámi árið 2006 sem byggingarverkfræðingur og fór svo í doktorsnám í beinu framhaldi sem ég kláraði árið 2010. Ég starfaði í nokkur ár hjá DTU sem aðjúnkt áður en við Jörgen hófum samstarf á verkfræðistofunni árið 2012,“ segir Einar Þór um feril sinn.

„Við erum í burðarþolshönnun og höfum allt frá stofnun stofunnar unnið mikið með arkitektum og aðilum sem þróa ný verkefni. Við höfum sérhæft okkur í flóknari burðarvirkjum og höfum ákveðna sérfræðistöðu í Danmörku á okkar sviði. Við erum ekki endilega í mikilli samkeppni [við aðrar stofur] um hefðbundin verkefni heldur erum við meira að leitast eftir verkefnum sem eru örlítið flóknari tæknilega og okkur hefur gengið vel að gera það. Við höfum tekið þátt í mörgum stórum verkefnum og það á mismunandi sviðum burðarvirkis. Við höfum m.a. hannað byggingar, brýr, háspennumöstur og orkuver og unnið verkefni í m.a. Danmörku, Bretlandi og á Íslandi.

Margar verkfræðistofur í Danmörku og á Íslandi starfa á mörgum fagsviðum en við erum með 30 starfsmenn sem sérhæfa sig eingöngu í hönnun burðarvirkja. Okkar strategía er að taka þátt í spennandi verkefnum og nýta sérþekkingu okkar til að hafa jákvæð áhrif á hönnun, hagkvæmni og útlit mannvirkisins. Við höfum sérstaka ánægju af því að vinna með arkitektum í verkefnum sem eru nýstárleg á einn eða annan hátt, hvort sem um er að ræða nýstárlegar vinnuaðferðir eða nýstárleg efni eða jafnvel nýstárlegan arkitektúr,“ segir Einar Þór.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka