98% vildu verkfallsaðgerðir

Keflavíkurflugvöllur Leifsstöð Icelandair
Keflavíkurflugvöllur Leifsstöð Icelandair mbl.is/Eggert Jóhannesson

98% þátt­tak­enda í at­kvæðagreiðslu VR um röð verk­fallsaðgerða starfs­manna hjá Icelanda­ir voru hlynnt­ir verk­fallsaðgerðum. Þetta herma heim­ild­ir mbl.is

Samn­ing­ar náðust í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og VR í fyrrinótt. Áður en samn­ing­ar náðust hafði VR boðað til at­kvæðagreiðslu um röð verk­fallsaðgerða.

Verk­fallsaðgerðirn­ar næðu til starfs­manna í inn­rit­un farþega og hlaðmanna hjá Icelanda­ir. At­kvæðagreiðslan hófst á mánu­dag og átti að ljúka á fimmtu­dag. 

All­ir nema þrír vildu verk­fall

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var kosn­ingaþátt­taka í at­kvæðagreiðslunni mjög mik­il. 162 manns tóku þátt eða um 94%.

98% svar­enda voru hlynnt­ir verk­fallsaðgerðum, ein­ung­is þrír ein­stak­ling­ar kusu því gegn þeim. 

Verk­fall fé­lags­manna VR hjá Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli átti að hefjast á miðnætti á föstu­dag 22. mars hefðu aðgerðirn­ar verið samþykkt­ar.

Í ljósi þess að samn­ing­ar náðust varð ekk­ert úr verk­fall­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert