Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum standi fyrir málþingi á Grand hóteli í Reykjavík í dag milli kl. 08:30-11:40 undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Á málþinginu verða helstu áskoranir og tækifæri í orkuöflun framtíðar fyrir köld svæði rædd, en þar halda meðal annars erindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku, og loftslagsráðherra, Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, og opnar hún málþingið.
Hægt er að fylgjast með þinginu hér fyrir neðan í beinu streymi: