Hundur gaf hundi blóð

Húgó og Erin, en eftir að Erin veiktist skyndilega koma …
Húgó og Erin, en eftir að Erin veiktist skyndilega koma Húgó henni til bjargar með blóðgjöf. Samsett mynd

Rakkinn Húgó kom tíkinni Erin til bjargar með því að gefa henni 400 ml af blóði. Erin þjáðist af alvarlegum blóðskorti og eigendur Húgó brugðust strax við neyðarkallinu. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dýraspítalans Lögmannshlíð á Akureyri. 

Erin, sem er svört labradortík, veiktist skyndilega og þurfti á stórri aðgerð að halda vegna bráðasýkingar í legi og rofi í æðum með miklum blæðingum út í kviðarhol. 

Þá voru góð ráð dýr þegar Húgó gaf henni 400 ml af blóði sem bjargaði lífi hennar. 

Erin er nú komin heim til sín, sólarhring eftir blóðgjöfina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert