Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis

Alþingismaðurinn vonast eftir samstöðu í stjórnarflokknum.
Alþingismaðurinn vonast eftir samstöðu í stjórnarflokknum. mbl.is/Unnur Karen

Áform eru uppi á Alþingi um fram­lagn­ingu frum­varps til breyt­inga á lög­um um leigu­bif­reiðaakst­ur þar sem próf í ís­lensku verði gert að skil­yrði fyr­ir því að menn geti aflað sér rétt­inda til akst­urs leigu­bíla. Það er Birg­ir Þór­ar­ins­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hef­ur for­göngu í mál­inu.

Ástæðan er ófremd­ar­ástand í þess­um mála­flokki, en í ljós hef­ur komið að út­lend­ing­ar sækja mjög í að afla sér þess­ara rétt­inda, hafa setið nám­skeið á ís­lensku og tekið próf, án þess að tala stakt orð í tungu­mál­inu, eins og frá hef­ur verið skýrt í Morg­un­blaðinu und­an­farna daga.

Birg­ir kveðst von­ast eft­ir sam­stöðu þing­manna stjórn­ar­flokk­anna í mál­inu og hef­ur m.a. rætt það við for­sæt­is­ráðherra sem hann seg­ir að hafi tekið vel í hug­mynd­ir þessa efn­is.

Skila hreinu saka­vott­orði

Í lög­um um leigu­bíla­akst­ur er m.a. gerð krafa um að þeir sem slík rétt­indi hljóta þurfi að skila inn hreinu saka­vott­orði og til að leyfi sé veitt þurfi að hafa verið liðin fimm ár frá minni­hátt­ar refsi­verðu broti, en tíu ár ef brotið var meiri­hátt­ar. Leigu­bíl­stjór­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa velt upp þeirri spurn­ingu hvaðan hinir er­lendu bíl­stjór­ar fái saka­vott­orðin ef þeir hafa búið hér skem­ur en fimm til tíu ár og hvort rétt­mæti þeirra sé sann­reynt með ein­hverj­um hætti.

Greint hef­ur verið frá því að Tyrki hafi fram­vísað er­lendu saka­vott­orði sem hann er sagður hafa keypt, ásamt öku­skír­teini.

Vinnu­markaðsúr­ræði

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur greitt fyr­ir nám­skeið til leigu­bíla­akst­urs, en slíkt nám­skeið tek­ur tvo daga og kost­ar 49.500 krón­ur.

Seg­ir Unn­ur Sverr­is­dótt­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar að stofn­un­in styrki oft þá sem séu í at­vinnu­leit til að fara á ýmis nám­skeið til þess að bæta stöðu þeirra og auka mögu­leika á vinnu­markaði.

Þetta vinnu­markaðsúr­ræði seg­ir hún þó ekki eiga við um hæl­is­leit­end­ur, held­ur ein­ung­is þá sem séu í at­vinnu­leit og eigi sér sögu á vinnu­markaði og hafi farið á at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Þetta eigi bæði við um Íslend­inga og út­lend­inga.

Eft­ir að Morg­un­blaðið hóf um­fjöll­un um þessi mál hafa fjöl­marg­ir haft sam­band við blaðið og kvartað yfir sam­skipt­um við er­lenda leigu­bíl­stjóra. Hafa þær lotið að því að marg­ir hverj­ir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, gjald­taka hafi verið óheyri­leg og dæmi nefnd um 150.000 króna gjald á milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Reykja­vík­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert