Telur eðlilegt að íslenska sé töluð víðar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur eðlilegt að gerð sé krafa …
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur eðlilegt að gerð sé krafa um íslenskukunnáttu í fjölda þjónustustarfa. Samsett mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon/Jim Smart

„Ég get sagt það að í öll­um þjón­ustu­störf­um, hvort sem það er inn á hjúkr­un­ar­heim­il­um, heil­brigðis­stofn­un­um, strætó, leigu­bíl­um og jafn­vel veit­inga­stöðum væri eðli­legt að fólk talaði ís­lensku í meira mæli en það ger­ir í dag.“

Óvíst um stuðning við breyt­ing­ar­til­lögu Birg­is

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra við blaðamann mbl.is að aflokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Sig­urður Ingi var spurður hvort hann muni styðja við til­lögu Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að krafa verði gerð um ís­lenskukunn­áttu þegar leyfi til leigu­bíla­akst­ur eru veitt.

Sig­urður Ingi sagði eðli­legt að fara yfir þau mál sam­hliða end­ur­skoðun laga. „Ég hef ekki séð þessa fyr­ir­huguðu vinnu. Það er hins veg­ar full­kom­lega eðli­legt að skoða það í sam­hengi við fyr­ir­hugaða end­ur­skoðun á lög­un­um.“

Hluti af heild­ar­sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Sig­urður Ingi vildi taka fram að það sé hluti heild­ar­sýn­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar í út­lend­inga­mál­um að gefa fólki af er­lend­um upp­runa betri kost á því að læra ís­lensku, sam­hliða því að geta gert kröfu um ís­lenskukunn­áttu í ein­hverj­um til­vik­um.

Leyf­is­veit­ing­ar í leigu­bíla­akstri ættu því að skoðast í því heild­ar­sam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert