Bláa lónið rýmt: Yfir 700 manns yfirgefið staðinn

Búið er að rýma Bláa lónið.
Búið er að rýma Bláa lónið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að rýma Bláa lónið en eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 20.23 í kvöld. 

Þetta staðfestir Helga Árnadóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu hjá Bláa lón­inu, í samtali við mbl.is. 

Áætlað er að um 700-800 gestir og starfsmenn hafi verið á Bláa lóninu þegar eldgosið hófst. Helga segir að rýmingin hafi gengið vel fyrir sig. Hún þakkar gestunum fyrir góðan skilning á aðstæðum og starfsmönnum fyrir fljót og fagleg vinnubrögð.

Eldgosið er staðsett á Sun­hnúkagígaröðinni á milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells, frem­ur nær Stóra-Skóg­felli, á svipuðum stað og gosið 8. fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert