Ekki þörf fyrir fjöldahjálparstöð

Ekki er þörf á fjöldahjálparstöð.
Ekki er þörf á fjöldahjálparstöð. mbl.is/Stefán

Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðumaður hjá Rauða krossinum, segir ekki þörf á fjöldahjálparstöð vegna rým­ing­araðgerðanna í Grindavík og Bláa lóninu. 

„Það var einungis gist í nokkrum húsum og nú er búið að rýma þau hús. Flestir virðast meira að segja hafa verið farnir áður en að gosið hófst,“ segir Gylfi í samtali við mbl.is.

Þá segir Gylfi að ferðamenn sem voru á hótelum Bláa lónsins og Northern Lights Inn séu komnir með gististað sem hótelin sá um að redda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert