Einn hlaut fyrsta vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og fær sá tæpar níu milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Einn var með annan vinning og hann fær rúmar 400 þúsund krónur. Miðinn var í áskrift.
Tveir miðahafar skipta með sér fyrsta vinningi í Jókernum og hljóta þeir tvær milljónir hvor. Einn miðinn var í áskrift en hinn var keyptur á N1 á Sauðárkróki.
Þá skipta sjö með sér öðrum vinningi, hver þeirra fær 100 þúsund krónur.