Gul viðvörun tekur í gildi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi í nótt og gildir út mánudag vegna norðaustan hríðar.
Klukkan 4 í nótt tekur í gildi viðvörun á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum. Gengur þá í norðaustan 15-23 m/s með snjókomu.
Klukkan 18 á morgun tekur síðan í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar gengur í norðaustan 13-18 m/s með snjókomu.
„Búast má við og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Búast má við versnandi akstursskilyrðum á mánudag.
Viðvörunin gengur úr gildi á miðnætti á mánudag.