Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi eldgossins og þróunar hraunflæðis frá gossprungunni.
Í tilkynningu er tekið fram að hraun renni áfram hratt í suður og suðaustur.
Hraði hrauntungunnar eins og hann var metinn úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er um einn kílómetri á klukkustund.
Bent er á að haldist kraftur gossins óbreyttur geti hraun mögulega náð til sjávar rétt austan Þórkötluhverfisins í Grindavík.