Inga Þóra Pálsdóttir
Eldgosið sem hófst kl. 20.23 í kvöld virðist vera kröftugra en öll fyrri gos á Reykjanesskaga síðastliðin þrjú ár.
Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is. Hann flaug með Landhelgisgæslunni yfir gosið og lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skemmstu.
Magnús Tumi segir kvikuna annars vegar renna í átt að Grindavík og hins vegar að Grindavíkurvegi, sömu leið og síðasta gos. Meira rennsli sé til suðurs, það sé um 200 metra frá varnargörðunum.
Þá sé gossprungan nokkurn veginn á sama stað og þegar síðast gaus, en hún er um 3,5 kílómetrar að lengd.