Miðja gossprungu á milli Hagafells og Stóra-Skógfells

Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is af vettvangi.
Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is af vettvangi. Skjáskot/mbl.is

Miðja gossprungunnar sem opnaðist í eldgosinu sem hófst í kvöld klukkan 20.23 er á milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Fyrsta staðsetning gossprungunnar er byggð á radargögnum (sjá miðju gossprungunnar sem rauðan punkt á kortinu hér að neðan). Unnið verður að nákvæmari staðsetningu.

Þá kemur fram að gosmökkurinn berist til norðvesturs, en það er í átt að Reykjanesbæ.

Miðja gossprungunnar sem opnaðist í eldgosinu sem hófst í kvöld …
Miðja gossprungunnar sem opnaðist í eldgosinu sem hófst í kvöld klukkan 20:23 er á milli Hagafells og Stóra-Skógfells samkvæmt radarmælingu. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert