Vilja stofna gervigreindarmiðstöð Íslands

Stýrihópinn skipuðu Björgvin Ingi Ólafsson formaður, Lilja Dögg Jónsdóttir og …
Stýrihópinn skipuðu Björgvin Ingi Ólafsson formaður, Lilja Dögg Jónsdóttir og Páll Ásgeir Guðmundsson. Með hópnum starfaði Óttar Kolbeinsson Proppé hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að fýsileiki þess að stofna svokallaða máltækni- og gervigreindarmiðstöð Íslands verði skoðaður

Þetta kemur fram í nýrri máltækniáætlun sem ráðuneytið kynnti á fimmtudag. Áætlunin, sem var unnin af stýrihóp ráðuneytisins, telur fram sjö tillögur og kjarnaverkefni og byggir á fyrri máltækniáætlun ráðuneytisins.

Ein tillaga felst í svokallaðri máltækni- og gervigreindarmiðstöð Íslands og er það álit hópsins að æskilegt sé að stjórnvöld stefni að því að koma á fót sambærilegri gervigreindar- og máltæknistofnun á Íslandi og þekkist í öðrum Norðurlöndum og víðar í Evrópu.

Miðstöðinni yrði komið á fót í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.

100 milljónir á ári í þróun máltækniverkefna

Þá er einnig lagt til að 60 milljónum króna verði varið árlega í hagnýtingarverkefni í máltækni og að áhersla á kynningarstarf og ráðgjöf fyrir máltækni veðri stóraukin.

Í áætluninni er einnig lagt til að 100 milljónum króna sé varið árlega í áframhaldandi þróun kjarnaverkefna í máltækni. Þá verði einnig nýtt viðhaldsfyrirkomulag fyrir máltækniinnviði sett á laggirnar.

Þá verði einnig úttekt gerð á CLARIN-samstarfinu, rann­sókn­ar­innviðaverk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka