Inga Þóra Pálsdóttir
Neyðarstjórn HS Orku fundar nú vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Fylgst er náið með stöðunni.
„Það er enn þá verið að átta sig á því hversu stórt þetta nákvæmlega er, hvar þetta er og hvernig hraun mun renna. Við fylgjumst náið með og erum í viðbragði,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í samtali við mbl.is.
Árshátíð HS Orku fer fram í kvöld. Hún var nýbyrjuð þegar eldgos hófst í kvöld og þurftu því þeir sem eiga sæti í neyðarstjórn að yfirgefa árshátíðina.