Appelsínugul viðvörun tekur í gildi á Vestfjörðum á miðnætti vegna norðaustan hríðar. Nú þegar eru gular viðvaranir í gildi.
Á vef Veðurstofunnar segir að á Vestfjörðum megi búast við norðaustan átt 18-25 m/s og snjókomu.
„Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“
Viðvaranirnar ganga úr gildi á miðnætti annað kvöld, mánudag.