Eigendur fengu að bjarga verðmætum

Vinnuvélar sjást á vefmyndavélum.
Vinnuvélar sjást á vefmyndavélum. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Vinna við að verja bæinn Hraun, austan Grindavíkur, fyrir hraunflæði er „í fullum gangi“.

Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna.

Á vefmyndavélum má sjá ljósin frá vinnuvélunum sem keppast nú við að reisa garða í von um að beina hugsanlegu hraunflæði frá bænum. 

Undirbúningur og skipulagning í tengslum við varnargarðana var þegar hafin þegar eldgos hófst á níunda tímanum í kvöld. 

Hjördís segir alla vinnu á svæðinu vera í samvinnu við eigendur bæjarins, sem hafi fengið tækifæri til að fara og bjarga verðmætum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert