Hraunstreymið í nótt hefur ekki haft áhrif á Svartsengislínu 1 þrátt fyrir að gosið sem hófst í gærkvöldi sé á svipuðum stað og þegar gaus í febrúar.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Landsnets,
Hraun rennur nú hægar enn áður í áttina að línunni, sem tengir saman Svartsengi og Rauðamel.
„Við vonumst til að þær varnir sem við vorum búin að byggja í kringum möstrin haldi eins og þær gerðu í gosinu í febrúar,“ segir í færslunni.