Erlendir miðlar fylgjast grannt með sjöunda gosinu

Erlendir miðlar fylgjast með stöðu mála á Reykjanesskaganum.
Erlendir miðlar fylgjast með stöðu mála á Reykjanesskaganum. Samsett mynd

„Hraun spúist út um allt eftir að íslenskt eldfjall gýs „án fyrirvara“,“ segir í fyrirsögn breska götublaðsins Metro um eldgosið sem hófst í kvöld.

Nýjasta eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla, líkt og fyrri gos.

Meðal stóru fjölmiðlanna sem hafa gert málinu skil eru breska ríkisútvarpið BBC og CNN í Bandaríkjunum og Reuters.

Norrænu ríkismiklarnir, DR, SVT og NRK fjalla allir gosið og franska fréttaveitan AFP sömuleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert