Undirbúningur er hafinn að flutningi Listaháskóla Íslands í Tollhúsið við Tryggvagötu. Rífa á hluta hússins og byggja við það.
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur sent erindi til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir samtali og samráði við Reykjavíkurborg um skipulag lóðar nr. 19 við Tryggvagötu og tengingu nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands, LHÍ, í og við Tollhúsið, við nærliggjandi umhverfi.
Fram kemur í erindinu að FSRE undirbúi samkeppnisútboð um nýja byggingu Listaháskóla Íslands við Tollhúsið. Stefnt er að því að auglýsa forval og samkeppnisútboð fljótlega.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.