Hafa ákveðið að reyna að verja bæinn

Hrauntungan við Grindavík.
Hrauntungan við Grindavík. Ljósmynd/Almannavarnir/Björn Oddsson

Tvær hrauntung­ur renna úr gossprung­unni sem opnaðist á ní­unda tím­an­um í kvöld.

Önnur renn­ur í vest­ur í átt að Svartsengi, og fer nú yfir Grinda­vík­ur­veg, og hin renn­ur til suðurs í átt að Grinda­vík. Þar er sveitabærinn Hraun í hættu.

Bær­inn er aust­an Þór­kötlu­hverf­is í Grinda­vík. Hraunið renn­ur nú meðfram varn­ar­görðunum og stefn­ir í átt að sveita­bæn­um. Hald­ist kraft­ur goss­ins óbreytt­ur gæti hraun mögu­lega náð þar til sjáv­ar.

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að reyna að verja bæinn Hraun með uppbyggingu varnargarða. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna.

Vinnu­vél­ar eru á svæðinu sem hafa verið notaðar við að reisa varn­argarða við Grinda­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert