Lítið bendir til þess að hraunflæði sé að dvína

Eins og staðan er núna er ekki sjáanlegt að hraunflæði …
Eins og staðan er núna er ekki sjáanlegt að hraunflæði sé að minnka. Ljósmynd/Almannavarnir/Björn Oddsson

Enn er töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í kvöld. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Eins og staðan er núna er ekki sjáanlegt að hraunflæði sé að minnka, en Einar segir að erfitt sé að meta hvort svo sé, fyrr en lengri tími hafi liðið frá upphafi gossins.

Fylgjast með þróuninni í nótt

Eins og í síðustu gosum hefur fyrst myndast sprunga sem þéttir sig í minni farveg. Í síðustu gosum hefur hraunflæði minnkað frekar fljótt en nú er enn töluvert hraunrennsli.

„Þetta er mjög svipað og við höfum séð í síðustu gosum. Við verðum að sjá hver þróunin verður í nótt. Við verðum að fá aðeins lengra tímabil til þess að hvort að það sé að draga úr þessu,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert