Talsvert hefur dregið úr hraða hraunsins sem stefnir í átt að Suðurstrandarvegi. Segja má að hraunið silist áfram, 12 metra á klukkustund, og ef fram heldur sem horfir mun það ná veginum eftir 19 klukkustundir.
Klukkan 19 í kvöld átti hraunið enn eftir um 250 metra að veginum. Hörður Kristleifsson ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir.
Framflæði hraunsins þykir ekki hratt um þessar mundir og dregið hefur úr krafti eldgossins.
Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
Ef hraunið nær veginum eru enn nokkur hundruð metrar til sjávar. Lífshættulegar aðstæður geta myndast ef hraun nær út í sjó, en á þessum tímapunkti þykir ekki líklegt að sú sviðsmynd raungerist.
Ljósmynd/Hörður Kristleifsson