Hraunjaðarinn á nyrðri hrauntungunni sem rennur úr gossprungunni hefur náð upp að varnargarðinum við Svartsengi, skammt frá orkuveri HS Orku. Þetta má sjá á myndskeiði sem ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson tók með dróna fyrir mbl.is.
Á myndskeiðinu má einnig fylgjast með tveimur vinnuvélum fylla í skarðið þar sem Grindavíkurvegurinn klýfur varnargarðinn.
Myndskeiði var tekið klukkan 2.22 í nótt.