Skoða að reisa varnargarða til að verja bæinn

Gosið þykir það kröftugasta frá því hrinan hófst árið 2021.
Gosið þykir það kröftugasta frá því hrinan hófst árið 2021. mbl.is/Eyþór

Almannavarnir í samvinnu við eigendur bæjarins Hrauns skoða nú þann möguleika að reisa varnargarða til að verja bæinn fyrir hraunflæði. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna.

Bærinn er austan Þórkötluhverfis í Grindavík. Hraunið rennur nú meðfram varnargörðunum og stefnir í átt að sveitabænum. Haldist kraftur gossins óbreyttur gæti hraun mögulega náð þar til sjávar.

Aðspurð segir Hjördís það ekki liggja fyrir hvað það gæti tekið hraunið langan tíma að ná að bænum með þessu áframhaldi.

Vinnuvélar á svæðinu

Vinnuvélar eru á svæðinu sem hafa verið notaðar við að reisa varnargarða við Grindavík.

Eins og mbl.is hefur greint frá virðast tvær hrauntungur liggja frá gossprungunni.

Nyrðri tungan er skammt frá því að ná Grindavíkurvegi en innan við 200 metrar skilja að. Þá er hraunjaðarinn rúmlega kílómetrar frá heitavatnslögn og háspennulímu sem liggja í norður frá Svartsengi.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert