Telja að gosið geti stöðvast í dag

Drónaskot yfir gossvæðið í nótt.
Drónaskot yfir gossvæðið í nótt. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Verulega dró úr krafti eldgossins eftir því sem leið á nóttina. Samhliða því hefur hraunrennsli minnkað mikið og virðist það nú einungis brot af því sem það var þegar mest lét.

Þetta kemur fram í færslu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands á Facebook en þar segir að jafnt og þétt hafi slokknað í kvikustrókum síðustu tímana og miðað við gosin þrjú fyrr í vetur má allt eins gera ráð fyrir að þetta gos stöðvist síðar í dag.

Fram kemur í færslunni að gossprungan hafi upphaflega verið áætluð 3.500 metra löng og að hraun haldi áfram áleiðis að Grindavík en þar hefur hrauntungan staðnað um 750 metrum frá Suðurstrandarvegi.







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert