Varnargarðar sannað gildi sitt í nótt

Hraun úr norðurtungunni rennur yfir Grindavíkurveg. Í bakgrunni sést í …
Hraun úr norðurtungunni rennur yfir Grindavíkurveg. Í bakgrunni sést í Svartsengi á bak við varnargarða sem voru reistir í kringum orkuverið og Bláa lónið. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Ef ekki væri fyrir varnargarða sem reistir voru hefði hraun í gosinu í kvöld líklega runnið í suður, yfir byggð í Grindavík, og út í höfnina þar.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að metið sé svo að einhverjar líkur séu á því að hraun flæði út í sjó.

Veðurstofan fylgist nú aðallega með tveimur hrauntungum úr eldgosinu sem braust út á Reykjanesskaganum fyrr í kvöld.

Virðist halda eins og er

Önnur er norðan við Svartsengi sem hefur náð yfir Grindavíkurveg. Hin er sunnar og flæðir í suðurátt meðfram varnargarðinum L-12. Hraunið sem flæðir meðfram varnargarðinum gæti endað úti í sjó.

Ef ekki væri fyrir varnargarða, þá hefði hraun líklegast runnið beint í suður, yfir byggðina og þaðan út í höfnina, að sögn Einars.

„Líklega er mun betra að hafa varnargarðinn þarna. Hann beinir því í dálítinn radíus frá bænum. Hann virðist vera að halda eins og er,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert