Bankanum bar að upplýsa Bankasýsluna

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Banka­sýsl­an lýs­ir von­brigðum með ákv­arðana­töku og upp­lýs­inga­gjöf bankaráðs Lands­bank­ans, varðandi fyr­ir­huguð kaup bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM frá Kviku.

Þetta kem­ur fram í opnu bréfi sem Banka­sýsl­an send­ir ráðinu nú í kvöld, en annað bréf var ritað og stílað á Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Í bréf­inu til bankaráðsins er tekið fram að Lands­bank­an­um beri án taf­ar að upp­lýsa hlut­hafa um öll mik­il­væg mál sem upp kunni að koma, eða eru ákveðin af bank­an­um, og geti haft af­ger­andi áhrif á rekst­ur hans og efna­hag, sam­kvæmt samn­ingi milli Banka­sýsl­unn­ar og stjórn­ar bank­ans frá ár­inu 2010.

Banka­sýsl­an fer með 98,2% hlut í Lands­bank­an­um, fyr­ir hönd rík­is­ins.

Óskar eft­ir grein­ar­gerð frá bank­an­um

„Það er mat BR að til­boð Lands­bank­ans í 100% eign­ar­hlut TM sé þess eðlis að Lands­bank­an­um hafi borið að upp­lýsa BR um það með skýr­um og form­leg­um hætti og með eðli­leg­um fyr­ir­vara,“ seg­ir í bréf­inu.

„Þar sem það var ekki gert ósk­ar BR eft­ir því að bankaráð Lands­bank­ans skili stofn­un­inni grein­ar­gerð um of­an­greind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdrag­anda til­boðsins, fram­vindu þess og ákv­arðana­töku, for­send­um og rök­um viðskipt­anna, skyld­um Lands­bank­ans gagn­vart BR skv. samn­ingi aðila frá des­em­ber 2010 og ákvæðum eig­enda­stefnu rík­is­ins.“

Banka­sýsl­an ósk­ar þess sér­stak­lega að gerð verði grein fyr­ir því hvernig viðskipt­in hafi áhrif á áhættu í rekstri bank­ans og getu hans til arðgreiðslna til hlut­hafa, eða ann­ars kon­ar ráðstöf­un­ar á um­frameig­in­fé.

Vill að aðal­fundi verði frestað

„Þess er óskað að grein­ar­gerð þessi verði af­hent inn­an 7 daga frá dag­setn­ingu bréfs þessa.“

Loks er vikið að því að Banka­sýsl­an telji að þess­ar upp­lýs­ing­ar, sem beðið er um, geti haft mik­il áhrif á dag­skrá, umræður og niður­stöður fyr­ir­hugaðs aðal­fund­ar bank­ans á miðviku­dag.

Er þess því kraf­ist að bankaráðið fresti aðal­fund­in­um um fjór­ar vik­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert