Gamla Sjónvarpshúsið að hverfa sjónum

Lítið stendur eftir af gamla Sjónvarpshúsinu.
Lítið stendur eftir af gamla Sjónvarpshúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Verktakar vinna nú hörðum höndum við að rífa niður hluta af byggingunni við Laugaveg 176 sem hýsti gamla Sjónvarpshúsið til ársins 2000. Reitir eiga lóðina, sem er hluti af Heklureitnum svonefnda.

Til stendur að reisa Hyatt-hótel þar sem Sjónvarpshúsið stóð áður og hýsti m.a. myndver RÚV þar sem þættir Hemma Gunn voru teknir upp sem og Spaugstofan. Fasteignafélagið Reitir samdi við Hyatt Hotel Corporation árð 2019 um að reisa 170 herbergja hótel á lóðinni. Það átti að vera tilbúið í ár, en frestast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka