Hæg hreyfing á hrauntungunni

Hrauntungan stefnir enn í átt að Suðurstrandarvegi.
Hrauntungan stefnir enn í átt að Suðurstrandarvegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður­stofa Íslands hef­ur upp­fært hættumat vegna jarðhrær­ing­anna á Reykja­nesskaga. Gildir það til 20. mars að öllu óbreyttu. 

Virkni gossins stöðug

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að virkni elgossins hafi verið nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Hæg hreyfing er á hrauntungunni sem stefnir í átt að Suðurstrandarvegi.

Svæði 3 sem nær yfir Sundhnúkagígaröðina, þar sem eldgos er enn í gangi, er óbreytt og hættan talin mjög mikil.

Hættan er áfram talin mikil í Grindavík.
Hættan er áfram talin mikil í Grindavík. Kort/Veðurstofa Íslands

Hættan er enn metin mikil á svæði 1, við Svartsengi, vegna gasmengunar og hraunflæðis.

Sama á við um svæði 4, Grindavík, þar sem hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar er talin mikil.

Svæði 5 hefur verið fært niður í töluverða hættu og svæði 7 niður í nokkur hætta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert