Sagðist lítið muna eftir skotárásinni í Úlfarsárdal

Frá þingfestingu málsins í febrúar. Shokri Keryo er ákærður fyr­ir …
Frá þingfestingu málsins í febrúar. Shokri Keryo er ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps. mbl.is/Eyþór

Shokri Keryo sagðist ekki muna eftir miklu kvöldið 2. nóvember 2023 er hann er sagður hafa skotið fjór­um skot­um í átt­ina að fjór­um ein­stak­ling­um í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps en aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Neitar að hafa hleypt af

Shokri neitar að hafa hleypt af fjórum skotum úr bifreið í áttina að fjórum einstaklingum er þeir stóðu utandyra við íbúðarhúsnæði í Silfratjörn. Eitt skot­anna fór inn um glugga hjá fjög­urra manna fjöl­skyldu, sem er mál­inu að öllu óviðkom­andi. 

Rúv greinir frá því að Shokri hafi gefið skýrslu fyrir dómi á sænsku. Hann sagðist ekki muna mikið eftir kvöldinu fyrir utan að vinur hans frá Svíþjóð hefði verið með honum í bílnum. Hann sagðist aldrei hafa séð byssu eða átt neitt persónulega sökótt við mennina fjóra.

Shokri sagði að menn hefðu vissulega verið æstir en að hann hefði haldið að það ætti að slást, alls ekki notast við skotvopn. 

Kveðst ekki muna eftir árásinni

Sá sem særðist í árásinni heitir Gabrí­el Doua­ne Boama en hann hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann sagðist ekkert muna eftir árásinni fyrir dómi, né vita um hana. 

Mennirnir sem voru með Shokri í bílnum sögðu fyrir dómi að mennirnir fyrir utan íbúðarhúsnæðið hefðu verið ógnandi og sögðu rótina vera hefnd fyrir rán eða hnífstunguárás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert