Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, mun gera grein fyrir ákvörðun sinni varðandi mögulegt forsetaframboð á morgun.
Fram kemur í tilkynningu, að Baldur og Felix Bergsson, eiginmaður hans, muni funda með þeim hópi fólks sem hefur hvatt Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.
„Þeir munu á fundinum, gera grein fyrir ákvörðun sinni. Fundurinn fer fram í Bæjarbíói, að Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði, á morgun, miðvikudag, 20. mars, en hann er opinn öllum og eru fjölmiðlar velkomnir. Húsið opnar á slaginu kl. 11:00 og fundurinn hefst stundvíslega kl. 12:00,“ segir í tilkynningu.