Tveir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir árás aðfaranótt laugardags.
Einn var stunginn með hnífi og annar sleginn í höfuðið með hamri. Lögreglu barst tilkynning um málið laust eftir klukkan fimm um morguninn.
Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að áverkarnir hafi reynst minniháttar og voru einstaklingarnir útskrifaðir fljótlega.
Þrír eru sagðir hafa komið að málinu og voru þeir allir í annarlegu ástandi. Gistu þeir fangageymslur og var þeim sleppt að loknum skýrslutökum samdægurs.