Fangi lést á Sogni

Sogn í Ölfusi. Þar er pláss fyrir 21 fanga.
Sogn í Ölfusi. Þar er pláss fyrir 21 fanga. mbl.is/Sigurður Bogi

Fangi í fang­els­inu á Sogni í Ölfusi fannst þar lát­inn á fimmtu­dag í síðustu viku. Þetta staðfest­ir Páll E. Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. Ekk­ert bend­ir til að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti. Lög­regla rann­sak­ar málið engu að síður, eins og venja er í at­vik­um af þess­um toga.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var hinn látni maður á átt­ræðis­aldri og sat inni eft­ir að hafa orðið bróður sín­um að bana á sveita­bæ í upp­sveit­um Árnes­sýslu vorið 2018. Um­merki voru um átök á vett­vangi og krufn­ing leiddi í ljós að áverk­ar leiddu árás­arþol­ann til dauða. Eft­ir rann­sókn gekk málið til dóms þar sem árás­armaður­inn fékk fyrst sjö ára dóm í héraði, sem svo var lengd­ur í 14 ár í Lands­rétti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka