Fangi lést á Sogni

Sogn í Ölfusi. Þar er pláss fyrir 21 fanga.
Sogn í Ölfusi. Þar er pláss fyrir 21 fanga. mbl.is/Sigurður Bogi

Fangi í fangelsinu á Sogni í Ölfusi fannst þar látinn á fimmtudag í síðustu viku. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri. Ekkert bendir til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögregla rannsakar málið engu að síður, eins og venja er í atvikum af þessum toga.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var hinn látni maður á áttræðisaldri og sat inni eftir að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu vorið 2018. Ummerki voru um átök á vettvangi og krufning leiddi í ljós að áverkar leiddu árásarþolann til dauða. Eftir rannsókn gekk málið til dóms þar sem árásarmaðurinn fékk fyrst sjö ára dóm í héraði, sem svo var lengdur í 14 ár í Landsrétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert