Leggur til langtímastuðning við Úkraínu

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillöguna á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillöguna á Alþingi í dag. Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra kynnti í dag þings­álykt­un­ar­til­lögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára.

Mark­mið stefn­unn­ar er að festa um­fangs­mik­inn stuðning Íslands við Úkraínu í varn­ar­stríði sínu gegn inn­rás­arliði Rúss­lands í sessi til lang­frama.

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Stuðning­ur við Úkraínu ör­ygg­is­hags­muna­mál

Í fram­sögu sinni lagði Bjarni áherslu á mik­il­vægi stuðnings Íslands við nú­ver­andi aðstæður.

„Inn­rás­ar­stríð Rúss­lands í Úkraínu er al­var­leg­asta ör­ygg­is­ógn sem steðjað hef­ur að Evr­ópu frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar og skýr at­laga að alþjóðakerf­inu sem bygg­ist á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um, friðhelgi landa­mæra og land­helgi ríkja.“

Íslensk­ur stuðning­ur við ör­yggi og sjálf­stæði Úkraínu væri þannig rök­rétt­ur í ljósi ör­ygg­is­hags­muna Íslands og mik­il­vægi þess alþjóðakerf­is sem full­veldi lands­ins bygg­ir á, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stuðning­ur Íslands nem­ur 5,7 millj­örðum króna

Í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að með stefn­unni sé mark­miðið að Ísland styðji við sjálf­stæði, full­veldi, friðhelgi landa­mæra, ör­yggi borg­ara, mannúðaraðstoð og upp­bygg­ing­ar­starf í land­inu.

Stefn­an bygg­ir á fimm meg­inþátt­um, öfl­ugu tví­hliða sam­starfi, virkri þátt­töku í alþjóðlegu sam­starfi, öfl­ug­um stuðningi við varn­ar­bar­áttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjón­ustu og efna­hags á meðan á átök­um stend­ur og end­ur­reisn og upp­bygg­ingu eft­ir að þeim lýk­ur.

Þá sagði Bjarni í ræðu sinni að Ísland hefði aldrei áður stutt með svo bein­um hætti við varn­ir ann­ars lands og það sem meira væri, þá hefði ríkt al­menn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar.

Stuðning­ur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nem­ur 5,7 millj­örðum ís­lenskra króna, sem runnið hafa til varn­ar-, mannúðar- og efna­hags­stuðnings við landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka