„Þú stjórnar ekki landi gegnum Facebook-færslur

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að Þórdís Kolbrún Reykfjörð …
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra gefi þinginu skýrslu um kaupin Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Eggert

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að það hafi legið fyr­ir í átta mánuði að Lands­bank­inn hefði hug á að kaupa TM og það séu fjór­ir mánuðir síðan sölu­ferlið hófst.

„Hæst­virt­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra upp­lýsti um það í hlaðvarpi í byrj­un fe­brú­ar að henni lit­ist hrein­lega ekk­ert á þessi kaup. Og hvað svo? Það er ekki fyrr en eft­ir að Lands­bank­inn hafði lagt fram bind­andi kauptil­boð og eft­ir að kauptil­boðið hafði verið samþykkt sem fjár­málaráðherra bregst við, með Face­book-færslu á sunnu­dags­kvöldi,“ sagði Jó­hann Páll í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag. 

Jó­hann Páll sagði jafn­framt, að fjár­málaráðherra væri vörslumaður rík­is­eigna og bæri ábyrgð á því að meðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um væri í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Stefn­an á ekki að vera í véfrétta­stíl

„Eig­enda­stefn­an á ekki að vera fram­kvæmd í ein­hverj­um véfrétta­stíl með þar sem ráðherra sit­ur og spjall­ar í ein­hverju hlaðvarpi og Banka­sýslu­menn punkta niður hjá sér í fund­ar­gerðir það sem þeir heyra. Og þú stjórn­ar ekki landi gegn­um Face­book-færsl­ur,“ sagði hann.

Jó­hann Páll bætti við, að fjár­málaráðherra þyrfti að koma fyr­ir Alþingi og út­skýra hvað væri í gangi með 29 millj­arða viðskipti rík­is­fyr­ir­tæk­is.

„Blekið er varla þornað á áliti umboðsmanns Alþing­is um Íslands­banka­söl­una þar sem er áréttað sér­stak­lega að Banka­sýsl­an er ekki sjálf­stætt stjórn­vald held­ur ná yf­ir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­skyld­ur ráðherra sann­ar­lega til Banka­sýsl­unn­ar. Ef það er afstaða ráðherra að kaup rík­is­bank­ans á stóru trygg­inga­fé­lagi stang­ist á við eig­enda­stefnu rík­is­ins þá átti ráðherra að bregðast við eft­ir þeim heim­ild­um sem hún hef­ur sam­kvæmt lög­um, tryggja að gripið væri til ráðstaf­ana áður en kaup­in færu fram. Það gerði hún ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert