Tillaga um byggð í Geldinganesi

Geldinganes.
Geldinganes. mbl.is/Þorkell

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur leggja fram tillögu í borgarstjórn í dag þess efnis að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verði falið að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur með það að markmiði að skipuleggja blandaða byggð í Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu.

Við endurskoðunina skuli hafðar til hliðsjónar þær skipulagshugmyndir sem áður hafa komið fram í hugmyndasamkeppni um svæðið. Umhverfis- og skipulagssviði verði jafnframt falið að hefja aðra þá vinnu sem nauðsynleg er til að gera það mögulegt að hægt verði að úthluta lóðum sem fyrst fyrir fjölbreytta fjölskylduvæna byggð í Geldinganesi á viðráðanlegu verði.

„Það þarf að endurskoða uppbyggingaráform innan borgarmarkanna í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi og þess húsnæðisskorts sem blasir við í borginni,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert