Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust í Garði nú síðdegis. Komið hefur í ljós að um var að ræða bilun í mæli.
Mæling kl 16.50 sýndi tæplega 28.000 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan 17 hafði gildið hækkað í tæplega 30.000 míkrógrömm. Sendu almannavarnir þá út viðvörun.
Til samanburðar miðast efstu mörk Umhverfisstofnunar við gildi umfram 14.000 míkrógrömm.
Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur á Umhverfisstofnun, upplýsti að aldrei hefðu mælst slík gildi í byggð á Íslandi.
Var íbúum Garðs ráðlagt að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.
Nú er komið í ljós, eins og áður sagði, að mælirinn var bilaður.
Fréttin hefur verið uppfærð.