Bilun í mæli og ekki hættuástand

Garður. Mynd úr safni.
Garður. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Mjög há gildi brenni­steins­díoxíðs mældust í Garði nú síðdegis. Komið hefur í ljós að um var að ræða bilun í mæli.

Mæling kl 16.50 sýndi tæplega 28.000 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan 17 hafði gildið hækkað í tæplega 30.000 míkrógrömm. Sendu almannavarnir þá út viðvörun.

Til samanburðar miðast efstu mörk Umhverfisstofnunar við gildi umfram 14.000 míkrógrömm.

Aldrei mælst slík gildi

Þor­steinn Jó­hanns­son, loft­gæðasér­fræðing­ur á Um­hverf­is­stofn­un, upplýsti að aldrei hefðu mælst slík gildi í byggð á Íslandi.

Var íbúum Garðs ráðlagt að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.

Nú er komið í ljós, eins og áður sagði, að mælirinn var bilaður.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert