Felldu tillögu um íbúðir í Geldinganesi

Geldinganes.
Geldinganes. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tillaga Sjálfstæðismanna um íbúðauppbyggingu í Geldinganesi var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Tillagan fjallaði um að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur með það að markmiði að skipuleggja blandaða byggð í Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir meirihlutann sýna þröngsýni, skammsýni og viljaleysi til að leysa húsnæðisvandann með því að fella tillöguna.

Hún segir brýnt að breyta um stefnu í skipulagsmálum og að þörf sé á að borgin hverfi frá þeirri einstrengingslegu þéttingarstefnu sem orsakað hafi húsnæðis- og lóðaskort í borginni. Geldinganesið er í eigu Reykjavíkurborgar og segir Marta borgina geta úthlutað þar lóðum á hagstæðu verði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert