Grunaður um myndatöku í búningsklefa barna

Laugarnesskóli í Reykjavík.
Laugarnesskóli í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Rann­sókn á máli skólaliða í Laug­ar­nesskóla er kom­in til ákæru­sviðs, til ákvörðunar um það hvort ákært verður í mál­inu eða ekki.

Skólaliðinn er sakaður um að hafa tekið mynd­ir í bún­ings­klefa drengja í 2. bekk í októ­ber á síðasta ári.

Að sögn Ævars Pálma Pálma­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á kyn­ferðis­brota­deild var um  farsíma­mynda­töku að ræða. Hann seg­ir að ekki liggi fyr­ir grun­ur um ít­rekuð brot. 

„Þetta er eitt skipti sem um er að ræða,“ seg­ir Ævar.

Létu sjálf vita

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn og yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar.

Hann seg­ir að að börn­in hafi sjálf látið vita af mynda­tök­unni og í fram­hald­inu hafi verið brugðist við.

Nokk­ur börn áttu í hlut og var skólaliðinn hand­tek­inn eft­ir að málið kom upp.

Þá kom fram í pósti Björns Gunn­laugs­son­ar skóla­stjóra til for­eldra að málið væri rann­sakað sem blygðun­ar­sem­is­brot. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka