Grunaður um myndatöku í búningsklefa barna

Laugarnesskóli í Reykjavík.
Laugarnesskóli í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn á máli skólaliða í Laugarnesskóla er komin til ákærusviðs, til ákvörðunar um það hvort ákært verður í málinu eða ekki.

Skólaliðinn er sakaður um að hafa tekið myndir í búningsklefa drengja í 2. bekk í október á síðasta ári.

Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á kynferðisbrotadeild var um  farsímamyndatöku að ræða. Hann segir að ekki liggi fyrir grunur um ítrekuð brot. 

„Þetta er eitt skipti sem um er að ræða,“ segir Ævar.

Létu sjálf vita

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.

Hann segir að að börnin hafi sjálf látið vita af myndatökunni og í framhaldinu hafi verið brugðist við.

Nokkur börn áttu í hlut og var skólaliðinn hand­tek­inn eftir að málið kom upp.

Þá kom fram í pósti Björns Gunnlaugssonar skólastjóra til foreldra að málið væri rannsakað sem blygðunarsemisbrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert