Íbúar tóku skipulagið í eigin hendur

Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bensínstöðina og bílaverkstæði …
Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bensínstöðina og bílaverkstæði við Ægisíðu árið 1977. Byggingin og skyggnið fallega er farið að láta á sjá enda hefur viðhaldi ekki verið sinnt. Íbúar í hverfinu vilja fá menningartengda starfsemi í húsið og grænt svæði á lóðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa sýnt tillögu um að lóðin við Ægisíðu 102 verði nýtt sem útivistarsvæði og fyrir menningartengda þjónustu mikinn áhuga. Tillagan er komin frá íbúum á svæðinu sem eru ósáttir við þau áform að Festi fái lóðina gefins til að reisa þar stór fjölbýlishús og að bensínstöðin verði rifin þrátt fyrir óskir um friðlýsingu af hálfu Minjastofnunar og Borgarsögusafns. Fjörlegar umræður hafa sprottið upp í ýmsum hópum á samfélagsmiðlum og mikill vilji virðist vera fyrir því að slíkar hugmyndir fái brautargengi.

Svona sjá íbúarnir fyrir sér að svæðið gæti nýst.
Svona sjá íbúarnir fyrir sér að svæðið gæti nýst.

„Við höfum fengið eintóm jákvæð viðbrögð íbúa. Þá höfum við talað við alla borgarfulltrúa í minnihlutanum og þeir hafa tekið vel í þessar hugmyndir. Við höfum reynt að ná tali af borgarstjóra en það hefur ekki tekist ennþá,“ segir Sólveig Nikulásdóttir, einn forsprakki þessara hugmynda. Þær ganga út á að nýta húsnæði bensínstöðvarinnar, sem brátt mun víkja, sem einhvers konar samfélagsmiðstöð eða samkomustað og að svæðið í kringum bensínstöðina og dekkjaverkstæðið geti nýst til ýmiss konar útivistar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert