Einn hreppti þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins en sá heppni keypti miðann í Krambúðinni á Selfossi. Eru vinningslaunin rúmar 3,5 milljónir króna.
Enginn hlaut fyrsta eða annan vinning.
Þá voru þrír áskrifendur með annan vinning í jóker kvöldsins og fá þeir hver um sig 100.000 krónur fyrir vikið.