Kvika flæðir úr sjö til átta gígum

Sjöunda eldgosið á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum braust út …
Sjöunda eldgosið á Reykjanesskaganum á tæpum þremur árum braust út í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Kvika flæðir úr sjö til átta gígum í eldgosinu við Sundhnúkagíga og virðast barmar þeirra vera að hlaðast upp. Talsverð virkni virðist áfram vera við eldstöðina og er hún svipuð og í gærkvöldi.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekkert virðist draga úr hraunflæði næst gígunum en það kemur betur í ljós þegar birtir af degi.

Lítil jarðskjálftavirkni er á svæðinu.

Kortið sýnir hraunflæðið.
Kortið sýnir hraunflæðið. Kort/mbl.is

Gasmengun í Reykjanesbæ

Varðandi gasmengun af völdum eldgossins var spáð hægri suðlægri átt á gosstöðvunum í nótt en vaxandi suðaustanátt í dag. 13 til 20 metrar á sekúndu verða síðdegis en lægir undir kvöld. Gasmengun mun berast til norðvesturs og gæti hennar orðið vart í Reykjanesbæ og nálægum byggðalögum. Í gasmælingum í nótt hefur ekkert mælst í óhollum gildum, að sögn Einars.

Engar nýjar fréttir voru í nótt af landrisinu sem er aftur hafið við Svartsengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert