Norðan stormur og appelsínugul viðvörun

Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 á morgun.
Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Vestfirði vegna veðurs á morgun. Norðaustan stormur er í aðsigi með talsverðri snjókomu, skafrenningi og mjög lélegu skyggni.

Tekur viðvörunin gildi klukkan sex um morguninn og verður í gildi til klukkan tvö aðfaranótt föstudags.

„Veðrið er mjög svipað og það var áður,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu var lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum á sunnudag en var aflétt í gær. 

Snjóflóðahætta eykst aftur á morgun með norðaustan hríðarveðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert