Ráðist á nemanda í Valhúsaskóla

Frá Valhúsaskóla. Mynd úr safni.
Frá Valhúsaskóla. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nemandi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi varð fyrir líkamsárás á skólaballi í gærkvöldi. Skólastjóri segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna í dag að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Ballið var haldið eftir svokallaðan Való-Hagó-dag og var ráðist á nemandann á ballinu.

Líður vel eftir atvikum

„Lögregla var kölluð til og fór málið strax í ferli,“ segir í tölvupóstinum.

„Við lítum málið mjög alvarlegum augum. Nemandanum líður vel eftir atvikum en eðlilega snerti þetta marga.“

Tekið er fram að fjölmörg vitni hafi orðið að atvikinu og að líklegt sé að börnin vilji tjá sig um málið við einhvern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert