Segir málflutning Samfylkingarinnar með ólíkindum

Hildur Sverrisdóttir þingmaður sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir þingmaður sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins gagn­rýndi Kristrúnu Frosta­dótt­ir formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar harðlega í ræðu sinni á Alþingi í dag. Til umræðu var munn­leg skýrsla fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM.

Í ræðu sinni sagði Hild­ur það hafa verið ótrú­legt að hlusta á formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kast­ljósi í gær­kvöldi, en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra og Kristrún Frosta­dótt­ir mætt­ust í Kast­ljósi í gær og ræddu fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM.

„Í aðra rönd­ina talaði hún um sjálf­stæði Banka­sýsl­unn­ar, en í hina lýsti hún mik­illi furðu yfir því að fjár­málaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyr­ir fram inn í kaup Lands­bank­ans á Trygg­inga­miðstöðinni. Sú afstaða for­manns­ins stenst enga skoðun herra for­seti,“ sagði Hild­ur.

Ekki gert ráð fyr­ir sam­skipt­um við ráðherra í lög­um

Hild­ur fjallaði meðal ann­ars um eig­enda­stefnu rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem nær til þeirra fyr­ir­tækja sem Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur um­sjón með. 

Þar seg­ir: „Meg­in­verk­efni Banka­sýslu rík­is­ins er að sjá um sam­skipti rík­is­ins við fjár­mála­fyr­ir­tæki sem ríkið á eign­ar­hluti í og tengj­ast eig­enda­hlut­verki þess. Þau sam­skipti eiga að meg­in­stefnu til að fara fram í gegn­um stjórn­ir fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna.

Vegna arms­lengd­ar­sjón­ar­miða lag­anna er ekki gert ráð fyr­ir að þess­ir aðilar eigi bein sam­skipti við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið eða ráðherra vegna ákv­arðana er snúa að eign­ar­haldi rík­is­ins eða rekstri fé­lag­anna.“

Lands­bank­inn ekki upp­lýst Banka­sýsl­una form­lega

Þá sagði Hild­ur upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­huguð kaup vera lög­um sam­kvæmt inn­herja­upp­lýs­ing­ar. 

Í Kast­ljósi í gær sagði Kristrún að hundruð op­in­berra starfs­manna hefðu átt að getað upp­lýst fjár­málaráðherra nægi­lega um fyr­ir­huguð viðskipti til að hún stigi inn og gerði eitt­hvað í þeim.

Hild­ur benti á að bankaráð Lands­bank­ans hafði ekki einu sinni upp­lýst Banka­sýsl­una form­lega um viðskipt­in og það þrátt fyr­ir að í fyrr­greindri eig­enda­stefnu segi að fjár­mála­fyr­ir­tæki skulu bera all­ar meiri hátt­ar aðgerðir und­ir hana, sem kaup að and­virði tæp­lega 30.000 millj. kr. auðvitað eru.

Þá ít­rekaði Hild­ur að vegna arms­lengd­ar­sjón­ar­miða er ekki gert ráð fyr­ir bein­um sam­skipt­um við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið eða ráðherra vegna ákv­arðana er snúa að rekstri fé­lag­anna.

Sam­fylk­ing­unni snú­ist hug­ur um þetta mál eins og annað

Hild­ur seg­ir að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar taldi það ekki kjarna máls að rík­is­banki væri að soga til sín og rík­i­s­væða trygg­inga­fé­lag á al­menn­um markaði.

Aðal­atriðið væri auðvitað „ákv­arðana­töku­ferlið” eins og hún orðaði það, seg­ir Hild­ur. Þá bæt­ir hún við að ákv­arðana­töku­ferlið hafi verið upp á tíu hjá fjár­málaráðherra. 

Í Kast­ljósi gagn­rýndi Kristrún að  Banka­sýsl­an, sem Sam­fylk­ing­in kom á fót, hefði ekki verið lögð niður inn­an fimm ára frá stofn­un líkt og til stóð. 

Hild­ur benti á að Kristrún hefði ekki nefnt að Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­málaráðherra, hefði lagt til niður­lagn­ingu stofn­un­ar­inn­ar með frum­varpi fyr­ir níu árum síðan. Við það til­efni kvaðst Össur Skarp­héðins­son, þingmaður og fyrr­um formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vera mót­fall­inn því.

„Sam­fylk­ing­unni hef­ur því snú­ist hug­ur um þetta mál og það er reynd­ar alls ekki eins­dæmi um þess­ar mund­ir,“ bætti Hild­ur við. 

Kristrún mót­fall­in því að selja Lands­bank­ann

Í ræði sinni benti Hild­ur einnig á að fimm ára líf­tím­inn miðaðist við að búið yrði að losa um eign­ar­hald rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, þar á meðal Lands­bank­an­um.

„En formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kveðst hins veg­ar al­gjör­lega mót­fall­in því að selja Lands­bank­ann. Formaður­inn fékkst hins veg­ar ekki til að svara hvað henni fynd­ist um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á Trygg­inga­miðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður seg­ir að áliti for­manns­ins, ekki kjarni máls. “

Sam­fylk­ing­in kast­ar ryki í augu al­menn­ings

Að lok­um lýsti Hild­ur von­brigðum sín­um með mál­flutn­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þessu máli. Hún sagði fjár­málaráðherra ekki hafa gert neitt nema hið rétta í stöðunni og að reyna að halda öðru fram væri aum til­raun til að slá ryki í augu al­menn­ings.

„Í þessu máli er fyr­ir­komu­lag ráðherra al­ger­lega skýrt. Vegna arms­lengd­ar­sjón­ar­miða er ekki gert ráð fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins eigi bein sam­skipti við fjár­málaráðherra vegna ákv­arðana er snúa að rekstri fé­lag­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert