Símar bannaðir í leigubílaprófum

Þjóðfáninn prýðir framrúðuna á þessum leigubíl.
Þjóðfáninn prýðir framrúðuna á þessum leigubíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um verið í sam­tali við þenn­an til­tekna skóla um að banna síma­notk­un í próf­um og erum búin að fá þau svör að sím­ar verði bannaðir, að próf verði í boði á ís­lensku og ensku og þeirra eigið eft­ir­lit verði aukið til muna í yf­ir­setu í próf­um. Sam­göngu­stofa hef­ur líka hafið und­ir­bún­ing að því að setja prófa­regl­ur fyr­ir viður­kennda nám­skeiðshald­ara sem þeir þurfa að fylgja,“ seg­ir Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir sam­skipta­stjóri Sam­göngu­stofu í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hún var spurð hvort og þá hvernig stofn­un­in hefði brugðist við fregn­um um að próf­tak­ar í svo­kölluðum „hark­ara­próf­um“ sem gefa rétt­indi til leigu­bíla­akst­urs hafi svindlað á próf­um og þar með aflað sér rétt­inda með röngu. Próf Öku­skól­ans í Mjódd hafa verið nefnd í því sam­bandi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka