„Þetta eru gríðarlegir fjármunir og skipta miklu í okkar starfi,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa, en málaferlum um erfðamál manns án skylduerfingja, sem hafði ánafnað samtökunum allar eigur sínar, er nú lokið fyrir dómstólum. Um er að ræða stærstu dánargjöf í sögu samtakanna.
Lögerfingi mannsins fór með málið fyrir bæði héraðsdóm og Landsrétt, og bæði dómstig úrskurðuðu SOS Barnaþorpum í vil. Hæstiréttur hafnaði beiðni lögerfingjans um kæruleyfi.
„Þegar málinu er lokið mun stjórnin setjast yfir það hvernig við ráðstöfum þessu fé til skjólstæðinga okkar,“ segir Ragnar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.