Þokukennd yfirsýn ópíóðafíknar

Ríkisendurskoðun telur alla yfirsýn skorta í málefnum ópíóðafíkla á Íslandi …
Ríkisendurskoðun telur alla yfirsýn skorta í málefnum ópíóðafíkla á Íslandi og bráðaþjónusta sé af skornum skammti. mbl.is/Valli

Ekk­ert ráðuneyti hef­ur tekið skýra stefnu í mál­um er varða ópíóðafíkn eða fíkni­vanda al­mennt. Þetta kem­ur fram í ný­út­kom­inni skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um málið og enn frem­ur að á Íslandi sé frétta­flutn­ing­ur af ópíóðafar­aldri tengd­um mis­notk­un morfíns dag­legt brauð. Far­aldri þess­um fylgi ótíma­bær dauðsföll og krefj­ist hann ekki síst lífa yngra fólks.

„Í byrj­un árs 2023 fór enn að bera á frétt­um þess efn­is að vandi tengd­ur mis­notk­un ópíóíða hefði auk­ist en töl­ur um um­fang og af­leiðing­ar voru mis­vís­andi og þeim bar ekki alltaf sam­an,“ seg­ir í pistli um skýrsl­una á síðu Rík­is­end­ur­skoðunar.

Ekki væri ljóst af fjöl­miðlaum­fjöll­un hvar áreiðan­leg­ustu upp­lýs­ing­arn­ar um stöðu mála væri að finna, hvaða aðilar hefðu bestu yf­ir­sýn um vand­ann, hvað þá hvar for­ysta í mála­flokkn­um lægi. Hafi þetta verið kveikj­an að hraðút­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar í fyrra­haust og upp­lýs­ing­um verið safnað frá helstu aðilum í þeim til­gangi að varpa ljósi á um­fang vand­ans. Var út­tek­in af­mörkuð við tíma­bilið 2017 til 2023.

Ópíóðafíkn er útbreitt vandamál á Norðurlöndunum og á Íslandi hefur …
Ópíóðafíkn er út­breitt vanda­mál á Norður­lönd­un­um og á Íslandi hef­ur eng­in ein stofn­un heild­ar­y­f­ir­sýn. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Útrunn­in stefna varla leiðarljós

Ópíóíðavandi er ótví­rætt fyrst og fremst viðfangs­efni heil­brigðisráðuneyt­is seg­ir í skýrsl­unni þar sem tekið er fram að ekki sé í gildi stefna í áfeng­is- og vímu­vörn­um, eldri stefna fyr­ir ára­bilið 2013 til 2020 telj­ist þó leiðarljós inn­an mála­flokks­ins.

„Rík­is­end­ur­skoðun fær ekki séð að út­runn­in stefna sem ekki var fylgt eft­ir með aðgerðum eða tíma­sett­um mark­miðum geti tal­ist leiðarljós í þess­um mál­um. Raun­in er að stefnu­leysi rík­ir í mála­flokkn­um,“ seg­ir í skýrsl­unni.

SÁÁ starfrækir Sjúkrahúsið Vog. Ríkisendurskoðun kvartar meðal annars yfir því …
SÁÁ starf­ræk­ir Sjúkra­húsið Vog. Rík­is­end­ur­skoðun kvart­ar meðal ann­ars yfir því að meðferðar­mál á Íslandi séu að mestu í hönd­um grasrót­ar­sam­taka. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá hafi ráðuneytið ekki metið fjárþörf vegna vanda­máls­ins og ekki hafi þörf fyr­ir heil­brigðis- og meðferðarþjón­ustu held­ur verið kort­lögð heild­stætt. Fram­boð meðferðar hafi að mestu mót­ast af vinnu fé­laga- og grasrót­ar­sam­taka og heil­brigðis­stofn­un­um á þeirra veg­um. Meg­inþungi meðferðarþjón­ustu á Íslandi hvíli því á SÁÁ.

Eng­inn hafi fulla yf­ir­sýn

„Ákveðnir hóp­ar fá ekki þjón­ustu við hæfi í þeim úrræðum sem til staðar eru á meðferðar- og heil­brigðis­stofn­un­um. Þá eru til staðar hindr­an­ir að meðferðarþjón­ustu sem geta komið í veg fyr­ir að ein­stak­ling­ar geti fengið tím­an­lega aðstoð við aðkallandi fíkni­vanda,“ seg­ir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar.

Skýr­an ramma þurfi um viðhaldsmeðferð og skaðam­innk­andi úrræði auk skýrr­ar stefnu og þarfagrein­ing­ar. Þar mætti að áliti Rík­is­end­ur­skoðunar setja reglu­gerð um.

Sjúkratryggingar Íslands hafa sett undirbúning flýtimóttöku í samhengi við heildarendurskoðun …
Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa sett und­ir­bún­ing flýti­mót­töku í sam­hengi við heild­ar­end­ur­skoðun samn­inga SÁÁ við SÍ. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Fram kem­ur að eng­inn aðili hafi fulla yf­ir­sýn yfir hve marg­ir glími við ópíóðavanda á land­inu. Söfn­un gagna sé á for­ræði margra stofn­ana sem ekki sé til þess að bæta yf­ir­sýn. For­send­ur þess­ara aðila til gagna­söfn­un­ar og aðbúnaður þeirra sé æði mis­jafn og því mis­ræmi í upp­lýs­ing­um. Ráðuneytið hafi þar með ekki full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um stöðuna.

Þrátt fyr­ir kall eft­ir heild­stæðri end­ur­skoðun á gild­andi samn­ing­um SÁÁ við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands er nýr samn­ing­ur enn í burðarliðnum eft­ir lang­an und­ir­bún­ing en fjár­fram­lög rík­is­ins til SÁÁ bygg­ist á slík­um samn­ing­um.

Bráðaþjón­usta af skorn­um skammti

„Samn­ing­ur um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn var síðast gerður árið 2014 um þjón­ustu við allt að 90 sjúk­linga á hverj­um tíma. Um ára­bil hef­ur verið ágrein­ing­ur um túlk­un hans milli SÁÁ og SÍ og skil­grein­ing­ar í samn­ingi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samn­ing­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir,“ seg­ir þá í skýrsl­unni.

Einnig sé bráðaþjón­usta fyr­ir fíkni­sjúka af skorn­um skammti, SÁÁ hafi eng­an samn­ing um veit­ingu slíkr­ar þjón­ustu og bráðadeild Land­spít­ala sé ekki alltaf heppi­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir þann hóp sem um ræðir.

„Heil­brigðisráðuneyti fól SÍ um mitt ár 2023 að kostnaðarmeta fram­kvæmd flýti­mót­töku. SÍ hef­ur sett und­ir­bún­ing flýti­mót­töku í sam­hengi við heild­ar­end­ur­skoðun samn­inga SÁÁ við SÍ,“ seg­ir að lok­um í sam­an­tekt um efni skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert